jump to navigation

Update 2. mars, 2011

Posted by Stulli in Blogg.
comments closed

Þá er maður fluttur inn í raðhús í Vallensbæk. Mikill munur til hins betra svo ekki sé meira sagt. Öll ferðalög taka reyndar lengri tíma en það eru smámunir. Búinn með prófið og get ég nú státað af BSc. Ekki allir sem hafa svoleiðis. Bjarki er á vöggustofu og má segja að þegar aðal hrekkjusvínið er veikt tekur hann við titlinum með mikilli ánægju. Aniku hef ég ekki séð síðan í desember þar sem hún er alltaf í heimsókn hjá vinkonunum í hverfinu. Heíða Dís er komin með tímabundna vinnu hjá banka og er það bara fínt. Ég er síðan að vinna hjá Heidelberg í augnablikinu sem ég er ekkert alltof ánægður með.
Læt eina af Bjarka Hrafni fylgja með.

Auglýsingar

Hvað er í gangi?? 11. apríl, 2010

Posted by Stulli in Blogg.
comments closed

Allt í einu er hann orðin eitthvað smábarn með snuð.

Og einu sinni en 14. ágúst, 2009

Posted by Stulli in Blogg.
comments closed

Núna ætla ég að gera en eina tilraun til að prófa að blogga en þetta gerist yfirleitt bara þegar mér leiðist alveg svakalega. Sem á vel við akkúrat núna. Not my finest moment þegar mér datt í hug að skrá mig í sumarskóla. Sit hér í IT security áfanga og kennarinn fór að tala um pppppasswword … (kennarinn stamar)… án djóks,  þá rifjaðist þetta blogg upp en það var einmitt brotist inn á það einu sinni vegna þess að ég var með frekar lélegt password á henni. Var ég fljótur að breyta því í annað jafn lélegt þó það hafi nú ekki verið brotist hér inn aftur.

Annars er ekkert að frétta svosem…

Kerlan en ólétt og Anika er sama frekjan og áður.

Kanski bara best að vera í skólanum… hmm

Ich bin ein Berliner 21. nóvember, 2008

Posted by Stulli in Blogg.
comments closed

Gleðileg jól 7. nóvember, 2008

Posted by Stulli in Blogg.
comments closed

Gleðileg jól … rop … skál

Guinness 28. september, 2008

Posted by Stulli in Blogg.
comments closed

Nammi namm

Smá test 12. september, 2008

Posted by Stulli in Blogg.
comments closed

Er bara að prófa að blogga úr nýja iphone símanum mínum.

2 vikur liðnar. 10. ágúst, 2008

Posted by Stulli in Blogg.
comments closed

Jæja þá eru 3 vikur liðnar af þessu átaki mínu og þetta er mun erfiðara en ég bjóst við og þurfti ég að endurtaka fyrstu vikuna áður en ég gat haldið áfram í þá næstu. Semsagt 2 vikur búnar af prógramminu á 3 vikum. Jæja ég bjóst við að þurfa nokkrar aukavikur en ég held að þær verði fleiri en 2 eða 3. Í fyrsta prófinu náði ég 14 armbeygjum, 50 magaæfingum og 20 bakæfingum, þó að maga og bakæfingarnar hafi verið meira svona haldiðáframþangaðtilaðégnenntiekkimeira mæling. Núna rétt áðan var ég að taka annað próf og náði ég 20 armbeygjum, 110 maga og 30 bakæfingum en þær voru mældar eins og áður. 20 armbeygjur voru kanski ekki alveg það sem ég bjóst við miðað við hvernig vika 2 gekk en samt framför. Spilar kanski inní að ég hef kanski ekki verið nógu duglegur að borða í dag og fékk mér smá bjór í gær. þetta þýðir samt að ég fell niður um heila 2 flokka í prógramminu en mig vantaði bara geta 1 armbeygju í viðbót til að falla bara um 1 flokk.

Af öðru er annars allt gott að frétta. Fórum nokkrir félagar í gær að hjálpa einum með að endurbyggja hús sem hann hafði keypt og eftir það kíktum við á pöbbinn.

Á morgunn fer ég til Lundar að hjálpa bróður mínum með að bera inn búslóðina sína en hann var að flytja ásamt fjölskyldu þangað og er að fá gáminn á morgunn.

Anika Rut er að byrja í skólanum á miðvikudag og hefur verið undanfarna daga á fritidshjem en það er einskonar leikskóli þar sem sér um að koma börnum  í og úr skólanum. Við semsagt förum með hana þangað á morgnana og sækjum hana síðan þangað seinnipartinn.

Heiða Dís er komin á dagpeninga frá lífeyrissjóðnum sínum á meðan hún leitar sér að vinnu og þýðir það að hún getur aðeins leyft sér að velja úr því sem hún vill sækja um og þarf ekki að flýta sér neitt.

Jæja nenni ekki að skrifa meira í bili.

Jæja 22. júlí, 2008

Posted by Stulli in Blogg.
comments closed

Þá er ég búinn að fá nóg af sjónvarpi í bili og ætla að snúa mér að bloggi aftur. Það hefur svosem fullt gerst síðan síðast  en ég ætla bara að telja það helsta upp, eins og til dæmis verkefnaskil og próf í skólanum og íslandsferð.

Verkefnið gekk vel og fengum við 10 fyrir það. Eftir það kom prófið og gekk það bara fínt fyrir sig. 10 fyrir networking, 10 fyrir digital electronics og 7 fyrir forritun. Hefði reyndar viljað fá 12 fyrir networking og er ekki alveg sáttur við 7una en það þýðir bara að ég er með verkefni fyrir sumarið, æfa mig í forritun.

Konan útskrifaðist úr margmiðlunarhönnun 27. júní og óska ég henni til hamingju með það (þótt seint sé 😉 en ég held að það sé í lagi þar sem ég gaf henni svo fína útskriftargjöf.

Íslandsferðin var vel heppnuð en það stóð aldrei til að ég færi en þar sem mér var boðið að koma í skiftum fyrir smá vinnuframlag ákvað ég að slá til.

Núna er hins vegar komið að aðalástæðu þessarar færslu en eins og flestir sem þekkja mig vita, þá hefur líkamlegt atgerfi mitt aldrei þvælst mikið fyrir mér og ég  hef aldrei verið þekktur fyrir það að stunda íþróttir og leikfimi og undanfarið ár eða svo hef ég haft næstum viðvarandi bakverki og eftir að hafa farið til læknis komst ég að því að það er einfaldlega vegna þess að hversu lélegu líkamlegu formi ég er og ætla ég að reyna að laga það.

Um daginn rakst ég á heimasíðu sem heitir one hundred pushups og á þessari síðu er æfingaprógram sem á að hjálpa manni að komast í betra form og auka styrk á 6 vikum og markmiðið er að geta tekið 100 armbeygjur eftir þessar 6 vikur. Ég ætla semsagt að reyna við þetta prógram og að auki ætla ég að taka bæði maga og bakæfingar með til þess að reyna að styrkja neðri hluta búksins. Ég reikna reyndar ekki með að ná að klára 100 stykki eftir  6 vikur þó það sé auðvitað markmiðið en ég gef mér 7-8 vikur í þetta.

Og ástæðan fyrir því að ég er að segja ykkur frá þessu er einfaldlega sú að nú er ég búinn að láta alla vita af þessu og það er því ekki séns(miklu minni líkur allavega) að ég geti bara hætt við.

Prógrammið er þannig uppsett að maður tekur test áður en maður byrjar og svo aftur eftir viku 2 , 4, 5 og svo síðast viku 6 (sem ættu þá að vera 100 stykki).

Ég tók fyrsta testið áðan og voru það 14 armbeygjur sem ég náði og er það mun betri árangur heldur en ég bjóst við. Ég mun setja niðurstöðurnar úr þessum prófum hér á síðuna í framtíðinni.

Jæja ég er farinn að fá mér bjór.

Nýr vinur. 7. mars, 2008

Posted by Stulli in Blogg.
comments closed

Jæja eins mans dauði er annars manns brauð. Búinn að finna mér nýjann og miklu betri vin.

Búinn að kynna hann fyrir Denny Crane og Alan Shore.