jump to navigation

Skólinn kominn á fullt 17. febrúar, 2008

Posted by Stulli in Blogg.
trackback

Jæja núna er skólinn kominn á fullt og er ég í 3 áföngum þessa önn, Rökrásir, Forritun og Netkerfi. Allir þessir áfangar eru síðan sameinaðir í eitt risastórt verkefni þar sem við eigum að búa til tölvu fyrir þrekhjól þar sem við eigum að geta sýnt ýmsar upplýsingar á skjá eins og hraða, hversu langt við höfum hjólað og púls. Fékk að vita það að það hefur eiginlega engum tekist að klára þetta verkefni almennilega áður og ætlum við að sjálfsögðu að breyta því.

Hópurinn er reyndar frekar stór en við erum 5 í honum, 2 Íslendingar, Norðmaður, Grikki og Rúmeni, en ég er bjartsýnn á að þetta eigi eftir að ganga ágætlega þar sem það er bara við Íslendingarnir sem erum með fjölskyldur þannig að hinir geta bara skipulagt sig í kringum okkur 🙂 .

Heiða Dís á Íslandi þannig að það er bara ég og Anika á daginn og ég og G&T á kvöldin :).

Fórum í planetarium í morgun en það er svona kúlubíó en það virkar þannig að við sitjum inni í risastórri kúlu og er myndinni varpað beint á veggin allt í kringum okkur. Fórum að sjá mynd um risaeðlurnar í þrívídd en áður en myndin byrjaði voru þau með smá sýningu á stjörnunum í kringum okkur og var það bara alveg eins og að vera úti undir berum himni að skoða stjörnurnar nema að þarna var hlýtt og var svona græn píla sem benti beint á stjörnurnar. Mikið auðveldara að finna þær sem var verið að tala um.

Risaeðlumyndin var eins og ég sagði í þrívídd og var mjög skrítið að sjá þetta svona en stundum voru hlutir svo nálægt okkur að maður ósjálfrátt lyfti hendinni til að koma við. Mjög skrítið.

 

Auglýsingar

Athugasemdir

1. Helga Lovísa Kemp - 20. febrúar, 2008

hefði viljað fá þig líka með til Íslands! Það hefði verið fínt:)


Sorry comments are closed for this entry

%d bloggurum líkar þetta: